Skráning hafin í handboltadaga!

Skráning er hafin á handboltadaga á Egilsstöðum 19.júní, Húsavík 20. júní og Ísafirði 21. júní.

Skráningin fer fram hér: https://www.facebook.com/landslididaferdinni

Þar munu Guðjón Valur, Björgvin Páll og Aron Pálmarsson fara hringinn í kringum landið með viðkomu í nokkrum bæjarfélögum til að kynna og kenna handbolta. Þeir munu nota tækifærið og hjóla sig niður eftir langt keppnistímabil með liðum sínum og landsliðinu.

Lagt verður af stað 18. júní og fyrsta stopp er Egilsstaðir þann 19.júni.

Dagurinn byrjar á því að þeir munu leiðbeina ungu fólki frá 13-16 ára og eftir hádegi munu þeir leiðbeina og leika við yngstu iðkendurnar frá 6-12 ára.

Svo verður smá uppákoma í lokin þar sem landsliðsmennirnir árita og sitja fyrir á myndum.

Þetta verður gert í samstarfi við bæjarfélögin, þjálfara og íþróttakennara á staðnum.

Í leiðinni munu landsliðsmennirnir safna peningum fyrir góðgerðarmálefni. Sá peningur sem safnast mun renna óskiptur til Barnaspítalans.

Strákarnir munu gefa sér tíma til að tala við krakkana og vera á myndum.

Dagskrá:

09.00-10.30 – Unglingar 13-16ára

10.30-11.30 – Matur og hvíld

11.30-13.00 – börn 6-12ára

13.00 -14.00 Myndataka og áritanir. Allir fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með landsliðsmönnunum og fá áritanir.

14.00 – Landsliðsmenn hjóla af stað.

 

  • Hugmyndin er að vekja áhuga og athygli á handbolta á landsbyggðinni.
  • Gerður verður heimildarþáttur um ferðina og fjölmiðlum boðið að fylgjast með. Eins verða samskiptamiðlarnir notaðir til hins ýtrasta.