Skráning gengur vel!

Þá er skráningin á fullu fyrir handboltadagana á Egilsstöðum, Húsavík og Ísafirði.

Skráningin er hér:

https://www.facebook.com/landslididaferdinni

Þetta verður mikið fjör! Dagskráin er á þessa leið:

Dagskrá:

09.00-10.30 – Unglingar 13-16ára (gjald 2000kr rennur beint til Barnaspítalans)

10.30-11.30 – Matur og hvíld

11.30-13.00 – börn 6-12ára(gjald 1500kr, rennur beint til Barnaspítalans)

13.00 -14.00 Myndataka og áritanir. Allir fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með landsliðsmönnunum og fá áritanir.

14.00 – Landsliðsmenn hjóla af stað.