Landsliðið á ferðinni

 

Landsliðið á ferðinni

Tætum hringinn!

Þáttakendur verða Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson

Hringfararnir treiler 35sek

Í sumar munu þessir máttastólpar íslenska landsliðsins í handbolta fara hringinn í kringum landið með viðkomu í nokkrum bæjarfélögum til að kynna og kenna handbolta. Þeir munu nota tækifærið og hjóla sig niður eftir langt keppnistímabil með liðum sínum og landsliðinu.

Í leiðinni munu landsliðsmennirnir safna peningum fyrir góðgerðarmálefni. Sá peningur sem safnast mun renna óskiptur til Barnaspítalans. Einnig verður tekið við áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum.

Dagurinn byrjar á því að þeir munu leiðbeina ungu fólki frá 13-16 ára og skráning verður í gegnum facebook síðu ferðarinnar. Þeir munu nota tækifærið og hjóla hluta ferðarinnar. Eftir hádegi munu þeir leiðbeina og leika við yngstu iðkendurnar frá 6-12 ára.

Svo verður smá skemmtun í lokin þar sem landsliðsmennirnir taka þátt.

Þetta verður gert í samstarfi við bæjarfélögin, þjálfara og íþróttakennara á staðnum.

Strákarnir munu gefa sér tíma til að tala við krakkana og vera á myndum.

Dagskrá:

09.00-10.30 – Unglingar, (ca 30stk) Kennsla, stöðvar, fyrirlestur, næring og hugarfar.

10.30-11.30 – Matur og hvíld

11.30-13.00 – börn (eins mörg og húsrúm leyfir)

11.30-11.50 – Fylgst með æfingu(upphitun) strákanna. Því verður lýst á skemmtilegan hátt.

11.50-13.00 – Stöðvar með krökkum. Búnar til 4-5 stöðvar eftir fjölda. Landsliðsmenn taka þátt í þjálfunni með þjálfurum og íþróttakennurum. Leiðbeina og verða með sýnikennslu. (Skotið á Björgvin, uppstökk, fintur, drippl, ofl. )

13.00-13.15 – Smá skemmtun með söng og gleði.

13.00 -14.00 Myndataka og áritanir. Allir fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með landsliðsmönnunum og fá áritanir.

14.00 – Landsliðsmenn hjóla af stað.

  • Hugmyndin er að vekja áhuga og athygli á handbolta á landsbyggðinni.
  • Öll innkoma mun fara óskipt til Barnaspítalans og hægt er að heita á strákana.
  • Gerður verður heimildarþáttur um ferðina og fjölmiðlum boðið að fylgjast með. Eins verða samskiptamiðlarnir notaðir til hins ýtrasta.