Afreksþjálfun með Silju

 Afreksþjálfun með Silju

Fyrirhugaðar eru ferðir með snillingnum Silju Úlfarsdóttur. Silja er fyrrum afrekskona í frjálsum íþróttum, þar sem hennar fókus var spretthlaup og grindarhlaup. Silja var fljótasta kona Íslands í nokkrum vegalengdum til margra ára hér á Íslandi.Síðustu ár hefur Silja fókusað á að þjálfa íþróttamenn úr öllum liðum, ásamt því að þjálfa nokkur lið eins og Mfl kk og kvk í handbolta og fótbolta hjá FH, Víking R, ÍA, HK, Gróttu og fleiri. Undanfarið hefur mikill fókus færst á unga og efnilega íþróttamenn sem vilja skara fram úr og bæta sig, og hefur Silja verið með mörg unglinganámskeið og hlaupaæfingar fyrir Unglinga.

Þessar ferðir verða stílaðar inn á unga og efnilega íþróttamenn úr öllum áttum. Ferðir verða bæði innanlands og til útlanda.