Ferðir

Það verða fjölbreyttar ferðir sem SnilliSport.com býður uppá. Allt frá skemmtiferðum í fræðslu og æfingaferðir.

Allar ferðir munu þó hafa sérstakan blæ. Boltaferðir munu vera annað og meira bara boltaferðir. Stefnt er á að hitta leikmenn, fylgjast með æfingum, hitta stjörnur og fá fræðslu. Æfingaferðirnar verða að sama skapi kryddaðar með skemmtilegum uppákomum og hlutum sem fólk á ekki að venjast. Að neðan má sjá fyrirhugaðar ferðir:

Boltaæði Forsíða

Þann 3. október verður farin boltaæðisferð til Barcelona. Þar verður boðið uppá handbolta og fótbolta eins og hann gerist bestur í heiminum. Það verður gist á 4 stjörnu hóteli, farið á handboltaleik með Barcelona þar sem Guðjón Valur Sigurðsson leikur, farið á fótboltaleik með Real Sociedad þar sem Alfreð Finnbogason leikur, stefnumót við leikmenn og fleira skemmtilegt.

Nelson skilti 1

Þann 4. október mun Gunnar Nelson berjast við Rick Story í Ericsson Globe höllinni í Stokkhólmi. Snilli Sport hefur sett saman ferðapakka með flugi og hóteli. Það verður farið að morgni 4. október og komið heim að kvöldi 5. október. Það eru aðeins örfá sæti laus og því gott að hafa hraðar hendur. Miðasalan á bardagann opnar 22. ágúst. Þetta gildir aðeins í nokkra daga!

silja-ulfars copy Afreksþjálfun með Silju

Fyrirhugaðar eru ferðir með snillingnum Silju Úlfarsdóttur. Silja er fyrrum afrekskona í frjálsum íþróttum, þar sem hennar fókus var spretthlaup og grindarhlaup. Silja var fljótasta kona Íslands í nokkrum vegalengdum til margra ára hér á Íslandi.Síðustu ár hefur Silja fókusað á að þjálfa íþróttamenn úr öllum liðum, ásamt því að þjálfa nokkur lið eins og Mfl kk og kvk í handbolta og fótbolta hjá FH, Víking R, ÍA, HK, Gróttu og fleiri. Undanfarið hefur mikill fókus færst á unga og efnilega íþróttamenn sem vilja skara fram úr og bæta sig, og hefur Silja verið með mörg unglinganámskeið og hlaupaæfingar fyrir Unglinga. Þessar ferðir verða stílaðar inn á unga og efnilega íþróttamenn úr öllum áttum. Ferðir verða bæði innanlands og til útlanda.

gudjon Handboltabúðir í Barcelona í Júlí 2015

Fyrirhugaðar eru ferðir í handboltabúðir í Barcelona. Handboltabúðirnar eru í samstarfi við Guðjón Val Sigurðsson leikmann Barcelona og fyrirliða íslenska landsliðsins.